Ástráður 2009
Ástráður 2009

Læknanemar úr Háskóla Íslands, sem sinna forvarnafræðslu í framhaldsskólum eru nú í árlegri heimsókn sinni í MA og spjalla við nemendur 1. bekkjar í lífsleiknitímum. Þeir gengu í nokkra bekki í dag og halda áfram heimsókn sinni á morgun, fimmtudag. Þeir fara jafnfamt í kynningarferðir í VMA í þessari norðurreisu sinni.

Þetta gagnmerka verkefni læknanemanna gengur undir nafninu Ástráður og frekari upplýsingar um það má finna á vefnum astradur.is

.