- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Komið hefur í ljós að fyrirtækið sem skipulagt hefur Söngkeppni framhaldsskólanna undanfarin ár hefur hug á að flytja hana til Reykjavíkur, en hún hefur verið haldin á Akureyri í nokkur ár. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is nú í kvöld, en þar er rætt við Sindra Má Hannesson, formann Hugins, skólafélags MA, sem segir að kurr sé í mörgum vegna þessa máls. Í viðtalinu er meðal annars þetta:
„Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir því að hafa þetta hérna fyrir norðan. Svo er líka talsverður hluti af viðburðum framhaldsskólanna fyrir sunnan, þannig að það er gaman að brjóta þetta upp og hafa einn stóran viðburð hér. Okkur er mjög umhugað um að svo verði," segir Sindri Már Hannesson, formaður Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri.
Sindri Már segir að skólafélög MA og VMA vinni saman að því að keppnin verði áfram hér fyrir norðan og fleiri skólar muni leggjast á árarnar. Söngkeppnin hafi orðið mörgum nemendum syðra tilefni til að brjóta upp daglega hefð og bregða undir sig betri fætinum. Auk þess sé langt fyrir marga af landbyggðinni að fara alla leið til Reykjavíkur. Viðtalið á mbl.is má sjá hér.