- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi. Að því tilefni var haldin lítil brautskráningarathöfn í Gamla skóla og nýstúdentarnir mættu ásamt fjölskyldum sínum. Boðið var upp á veitingar og var þetta afar notaleg og gleðileg stund. Við óskum nýstúdentunum innilega til hamingju. Sjö þeirra náðust á mynd.