Auðunn Skúta Snæbjarnarson í 4. bekk X hafnaði í fyrsta sæti á efra stigi í forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem fram fór fyrir skemmstu. Brandur Þorgrímsson bekkjarfélagi Auðuns er einnig í hópi þeirra efstu, deilir 3.-4. sæti með nemanda úr MR. Guðrún Margrét Jónsdóttir, sem er líka í 4. bekk X er ásamt Auðuni og Brandi í hópi þeirra 22 nemenda sem best stóðu sig á efra stiginu.

Auðunn og Brandur hafa báðir verið valdir til að skipa lið Íslands á Eystrasaltskeppninni í stærðfræði sem fram fer í Þrándheimi 5. - 9. nóv.

Alls tóku 179 nemendur þátt í keppninni á efra stigi frá 19 skólum. Í 22 manna hópnum eru 13 úr MR, 3 frá MA, 2 úr MH og 1 úr hverjum skólanna  VÍ, FNV, FVA og FS. Enginn nemandi MA tók þátt í keppni á neðra stigi að þessu sinni.

Þessir 22 nemendur öðlast með frammistöðu sinni rétt til þátttöku í lokakeppninni á vordögum, þar sem valið verður landsliðið til að keppa í Ólympíukeppninni í sumar.

.