Auðunn Skúta Snæbjarnarson varð einn norðanmanna í hópi 20 bestu keppenda í undankeppni stæðrfræðikeppni framhaldsskólanna. Auðunn Skúta er í 3. bekk X. Árangur hans er glæsilegur, en þetta er annað árið í röð sem hann er í hópi bestu stærðfræðinga í framhaldsskólunum. Á síðasta sumri var hann í landsliðinu sem keppti á Ólympíuleikunum í stærðfræði í Madrid á Spáni, en það er óvenjulegt að nemandi á 2. ári í framhaldsskóla skipi það lið. Ef lukkan verður í liði með honum á hann möguleika á að verða öðru sinni í lansdliðinu næsta sumar og á þá eftir eitt ár og hann hefði með heppni getað átt kost á kost á þriðja landsliðinu. Auðunn sagði hins vegar svo frá að í fjórða bekk myndi hann ekki vera gjaldgengur með liðinu vegna þess að hann yrði orðinn of gamall þegar keppnin fer fram á miðju sumri - hann á afmæli í maí. Óskum honum til  hamingju með frábæran árangur og hvetjum nemendur til að taka þátt í keppni sem þessari.

.