- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Auðunn Skúta Snæbjarnarson og Brandur Þorgrímsson í 4. bekk X unnu sér í forkeppni rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í eðlisfræði. Alls komust 14 nemendur í úrslitin. Úrslitakeppnin fer fram í Háskóla Íslands dagana 13. og 14. mars, fyrri daginn verður fræðileg keppni en verkleg seinni daginn. Verðlaunaafhending verður á Háskólatorgi síðdegis sunnudaginn 14. mars.
Allir keppendur í úrslitakeppninni fá bókaverðlaun fyrir góðan árangur í forkeppninni en þeir fimm sem lenda í efstu sætum úrslitakeppninnar fá peningaverðlaun. Bakhjarlar eðlisfræðikeppninnar eru Eðlisfræðifélagið og Félag raungreinakennara.
Menntaskólinn á Akureyri óskar þeim Auðuni Skútu og Brandi til hamingju með árangurinn svo og velgengni í úrslitakeppninni.
.