- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
TóMA, Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri, býður til tónlistarveislu í Kvosinni í kvöld, fimmtudaginn 13. febrúar. Listamaðurinn Auður er flestum vel kunnur, ekki síst eftir velgengni hans á vinsældarlistum á liðnu ári með laginu Enginn eins og þú.
Birkir Blær Óðinsson sér um að koma mannskapnum í rétta gírinn áður en Auður stígur á stokk kl. 21:00. Tónleikarnir standa í u.þ.b. klukkustund.
Aðgangsmiðar verða seldir við inngang. Miðinn kostar 1500 krónur. Samkvæmt fésbókarsíðu TóMA verður enginn posi á staðnum en tekið verður við greiðslum í gegnum Aur og Kass. Fólk er hvatt til að koma með seðla til að forðast biðraðir.
Tónleikarnir eru áfengis- og vímuefnalaus viðburður.