- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fjölmargir nemendur, kennarar og starfsmenn skólans hafa séð kvikmyndina Djúpið eftir Baltasar Kormák. Þessi splunkunýja mynd er í senn listrænt verk og fræðilegt, þar sem hún kemur inn á atvinnusögu landsins, hefur sagnfræðilegt gildi þar sem hún tengist atburðum úr þjóðarsögunni en er jafnframt hluti af kvikmyndabókmenntum þjóðarinnar. Þannig tengist mynd af þessu tagi mörgum þáttum námsins, meðal annars í samfélagshluta Íslandsáfangans og valgrein um íslenskar kvikmyndabókmenntir.
Baltasar Kormákur kom í heimsókn í MA í dag. Hann hitti nemendur í sneisafullri Kvosinni og áhugi þeirra var mikill. Þeir spurðu margra spurninga, aðallega um gerð og tilurð og tilgang þessarar myndar en Baltasar sagði glögglega frá og vísaði til margra annarra verka, sinna og annarra, vítt og breitt um heiminn. Þetta var fróðlegur og bráðskemmtilegur Salur og að honum loknum varð nokkuð um myndatökur með leikstjóranum en hann fór svo ásamt skólameistara í kynnisferð um skólann, þar sem meðal annars var litið inn á Suðursal, þar sem nemendur í 2. bekk voru í frönsku.