- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Miðvikudaginn 15. okt. fóru umsjónarkennarar 2.H þeir Grétar Ingvarsson og Þorlákur Axel Jónsson með bekknum í Kjarnaskóg. Gengið var frá MA kl. 8:15 og haldið suður í gegnum Naustahverfi. Í Kjarnaskógi var farið í knattspyrnuleik, eina-krónu, dimmalimm, göngutúr og fleiri leiki. Hópurinn hitaði pylsubrauð og grillaði pylsur og sykurpúða í grillhúsinu í skóginum. Pylsurnar voru keyptar hjá Garðari bryta mötuneytis MA og VMA.
Með ferðinni efldu bekkurinn og umsjónarkennarar kynni sín og samhug.
Komið var til baka um kl. 12:00