- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Eins og glöggir nemendur hafa tekið eftir er búið að raða í bekki og nemendur geta séð í hvaða bekk þeir eru á Innu. Örfáar beiðnir hafa borist um bekkjaskipti en því miður er sjaldnast hægt að verða við þeim. Óski nemandi eftir að skipta um bekk þarf hann að koma í viðtal við brautastjóra og námsráðgjafa.
Í fyrsta bekk er raðað í bekki eftir sviðsvali og svo eftir þriðja tungumáli (frönsku/þýsku). 1A, 1B, 1C og 1D eru á tungumála- og félagsgreinasviði en 1E, 1F, 1G og 1H eru á raungreinasviði og 1I er hraðlína almennrar brautar. 1A og 1F eru hreinir frönskubekkir en blandað er í 1C og 1I. Aðrir bekkir eru hreinir þýskubekkir.
Á tungumála- og félagsgreinasviði eru 4. bekkir á 2. ári. Þar var raðað í bekki eftir þriðja tungumáli (frönsku/þýsku) og eftir bekkjarfélagaóskum nemenda.
Á þriðja ári eru einnig fjórir bekkir og var raðað í bekki eftir kjörsviði. 3A er á tungumálakjörsviði, 3B á sálfræði- og uppeldiskjörsviði og 3C og 3D eru á félagsfræðikjörsviði. Þessir bekkir eru mjög stórir og það mun reyna á þolinmæði nemenda og kennara að vinna í svona stórum bekkjum.
Á raungreinasviði eru fjórir bekkir á 2. ári. Þar var raðað eftir þriðja tungumáli og eftir bekkjarfélagaóskum nemenda. 2T er frönskubekkur og er spyrtur saman við 2U í stærðfræði. 2X og 2Y eru spyrtir saman í stærðfræði og þar er B-stærðfræði hópurinn orðinn fullur.
Á þriðja ári eru einnig fjórir bekkir og var raðað í bekki eftir kjörsviði og stærðfræðivali. 3T og 3U eru á heilbrigðiskjörsviði, 3X er á stærðfræði-/eðlisfræðikjörsviði og 3Y er á náttúrufræðikjörsviði. 3U er hreinn B-stærðfræðibekkur en 3T, 3X og 3Y eru spyrtir saman í stærðfræði og þar er B-stærðfræðihópurinn orðinn fullur. Þá eru 3X og 3Y spyrtir saman í öllum greinum sem eru sameiginlegar. 3T verður svo spyrtur saman við tungumála- og félagsgreinasvið þegar kemur að kjörsviðslínunni og því verður hann að vera ívið minni en 3U.