Bjarni Gautason og Jón Már Héðinsson
Bjarni Gautason og Jón Már Héðinsson

ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, hafa ákveðið að færa öllum framhaldsskólum á landinu innrammað eintak af einu jarðfræðikorta sinna. Bjarni Gautason útibússtjóri ÍSOR á Akureyri kom í dag og færði skólanum að gjöf kort af berggrunni Íslands í stærðinni 1:600.000. Jón Már Héðinsson skólameistari tók við gjöfinni. Í spjalli þeirra kom að áhugi ÍSOR vildi með þessu efla áhuga nemenda á jarðvísindum. Það er skólanum jafnframt mikils virði að eiga góð samskipti við vísindastofnanir hér um slóðir og MA þakkar gjöfina.