26 manna hópur nemenda í 3. og 4. bekk vinnur hörðum höndum að því að undirbúa ferð sem farin verður til Berlínar 26. nóvember næstkomandi.

Berlínarferð hefur verið valgrein í skólanum nokkur undanfarin ár. Þá vinna nemendur á önninni að því að kynna sér borgina og það sem þar er að sjá og heyra, og skipuleggja síðan nokkurra daga ferð til Berlínar, skoðunarferðir um stræti og torg, söfn og stofnanir í austurborginni og vesturborginni. Þetta hefur jafnan verið stíf dagskrá og afar fjölbreytt.

Margrét Kristín Jónsdóttir þýskukennari tók myndir í vikunni sem leið, þar sem nemendur eru að taka stöðuna og skoða hvar þeir eru staddir í undirbúningnum.

Fleiri myndir eru á Facebook.