- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í Menntaskólanum á Akureyri er ótalinn fjöldi afreksmanna á ýmsum sviðum, meðal annars í tónlist og íþróttum. Stundum höfum við sagt hér frá afrekum og það hlýtur að vera fréttnæmt þegar lið bikarmeistara er nánast alskipað MA-fólki.
Stúlkurnar í 2. flokki Þórs/KA í fótbolta urðu á sunnudag bikarmeistarar þegar þær unni lið FH með 2 mörkum gegn 1. Skapti Hallgrímsson blaðamaður Morgunblaðsins tók mynd af sigurliðinu og þegar að er gáð eru allir leikmenn liðsins í MA eða hafa nýlega verið það, utan ein stúlka sem er í 10 bekk í Síðuskóla, og liðsstjórinn stúdent frá MA líka. Það er með ánægju og árnaðaróskum sem við birtum hér myndina af þessum afreksstúlkum ásamt þjálfara sínum:
Aftari röð frá vinstri: Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Rut Matthíasdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Elva Rún Evertsdóttir, Lára Einarsdóttir, Harpa Lind Þrastardóttir, Æsa Skúladóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Ragnhildur Inga Aðalbjargardóttir, Júlíana Mist Jóhannsdóttir og Ágústa Kristinsdóttir liðsstjóri.
Fremri röð frá vinstri: Oddný Karolína Hafsteinsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Karen Sif Jónsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Sara Skaptadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir og Sara Mjöll Jóhannsdóttir.