- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Bjargráður er félag læknanema í endurlífgun. Það heldur kynningar um endurlífgun og hvernig losa eigi aðskotahlut úr hálsi fyrir alla 1. bekki nú í nóvember.
Þrír MA stúdentar og læknanemar á 1. ári létu ekki duga að kenna 1. bekkingum skyndihjálp því þær fóru líka í kennslustundir til 4. T og U og sögðu nemendum þar frá inntökuprófinu í læknisfræði. Þetta voru þær Dagbjört Aðalsteinsdóttir (stúdent 2015), Eir Andradóttir (2016) og Oddný Brattberg Gunnarsdóttir (2014) og standa við kennaraborðið í M21 á myndinni.