- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Bjarni Jónasson heimspekikennari og Hildur Lilja Jónsdóttir nemandi í 3F tóku þátt í málstofu á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, sem fór fram í samstarfi við utanríkisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða og Jafnréttisskólann. Hildur Lilja var þar í pallborði ásamt Margréti Unni (stúdent 2021) sem var með myndband frá Spáni og talaði um mikilvægi bókmennta í kennslu á þremur tungumálum, Bjarna Jónassyni og Evu Harðardóttir sem stjórnaði umræðunum. Eva hefur kennt við MA þannig að í pallborðinu voru núverandi og fyrrverandi kennarar og nemendur, auk fleiri.
,,Málstofan hét á ensku Global Citizenship Education for Peace (sem mætti þýða sem alþjóðleg borgaravitund í menntun til friðar) og fór fram í fyrirlestrarsal Veröld - húsi Vigdísar. Í pallborði voru Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur á menntavísindasviði HÍ, Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur, Hildur Lilja Jónsdóttir, nemandi MA – 3.F, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, stofnendur Angústúru forlags og Juan Pablo Villalobos rithöfundur frá Mexíkó og Eva Harðardóttir sem stýrði pallborðsumræðunum. Málstofan fjallaði, svona í grófum dráttum, um hvernig betur megi nota bókmenntir í kennslu í framhaldsskólum og víðar til að breyta heiminum (hógvært markmið).
Að lokinni málstofunni vorum við Eva svo með vinnustofu fyrir kennaranema og aðra áhugasama, þar sem Hildur Lilja sömuleiðis var með í för. Bæði málstofan í heild sinni og vinnustofan byggir á áfanganum okkar Evu, Lýðræði og mannréttindi, þar sem við höfum í sameiningu reynt að nota bókmenntir Angústúru (eða þeim bókmenntum sem þær hafa snarað yfir á íslensku) til að varpa ljósi á annars vegar hversu stór heimurinn er (út af því að við höfum alltaf bara verið hvít og rík og allar okkar bókmenntir fjalla um vondar fyllibyttur eða morðingja í drungalegu húsi) og hversu mikilvægt það er að reyna að setja sig í spor annarra hópa í veröldinni í gegnum bókmenntir, þá sérstaklega bókmenntir sem segja sögur sem við þekkjum ekkert af, eins og t.d. Konu í hvarfpunkti eða Uppljómun í eðalplómutrénu. Með fylgir tengill að málstofunni (okkar byrjar á ca. 2.11).“
Bjarni Jónasson