- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Bleiki dagurinn er í dag. Dagurinn er hluti af Bleiku slaufunni, árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að sýna lit, bera slaufuna, klæðast bleiku eða lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Á heimasíðu átaksins er áskorun til heimila og vinnustaða að „skipuleggja bleikt morgunkaffi“ og „klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins“. Starfsfólk MA lætur ekki sitt eftir liggja. Margir klæðast bleiku í vinnunni í dag og njóta bleikra veitinga. Að auki er Gamli skóli baðaður bleikri birtu.