Þema þessa dags í MA var bleikt. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í einhverju bleiku. Þeir voru jafnframt hvattir til að láta einhverja aura af hendi rakna í sjóð sem afhentur verður Bleiku slaufunni, söfnunarátaki vegna krabbameinsrannsókna í bleikum október. Þá seldi DerMA-félagið bleikar húfur, en hluti af andvirði þeirra rennur sömuleiðis til Bleiku slaufunnar.

Það var víða bleikt að sjá í skólanum í dag og Bernódus Óli Einarsson tók myndir sem hér fylgja.

Í dag voru jafnframt skuggakosningar, eins og áður hefur verið frá sagt, og nemendur MA voru afar áberandi í fréttum Sjónvarpsins um þann atburð.

Bleikt

Bleikt