- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það er á morgun, þriðjudaginn 7. maí, sem Blóðbíllinn verður hér við Menntaskólann á Akureyri frá klukkan 10-16.
Sá sem gefur blóð er trúlega að bjarga mannslífi. Líf margra er undir því komið að Blóðbankinn sé ríkur og vel staddur ævinlega þegar eitthvað bjátar á. Innlögn í þennan góða banka er algerlega komin undir góðvild og tillitssemi blóðgjafanna.
Skorað er á þá nemendur MA, sem hafa aldur og heilsu til, að koma við í bílnum og gefa blóð. Kennarar og annað starfsfólk er jafnframt hvatt til að mæta og að sjálfsögðu eru aðrir líka velkomnir á meðan bíllinn stoppar við, allir heimavistarbúar og aðrir nágrannar.
Sofið vel í nótt, komið og gefið blóð, drekkið duglega af vökva á eftir og lífið brosir við okkur öllum.