Góð bók
Góð bók

Stjórn Hugins og Hagsmunaráð munu halda skiptibókamarkað mánudaginn 16. september klukkan 16.05 (staður auglýstur síðar). Hildur María Hólmarsdóttir forseti Hagsmunaráðs segir meðal annars í tilkynningu um markaðinn:

"Við munum taka við bókum á markaðinn á morgun, föstudag milli 15-17 í Kvosinni (eða H9). Einnig munum við vera í Huginskompunni á sunnudagskvöldið milli 20-22 en sá tími er hugsaður fyrir utanbæjarfólk sem kemst ekki á föstudaginn. Þess vegna viljum við hvetja ykkur til að koma með bækurnar á morgun."

Hildur bendir á það í lokin að það borgi sig að nýta sér þennan markað þar sem verðið sé hagstæðara en annars staðar.