Þessa dagana stendur yfir lestrarátak á landi hér. Að því tilefni hafa íslenskukennarar hvatt nemendur og starfsfólk skólans til að segja frá uppáhaldsbókinni sinni. Þeir eru beðnir um að taka mynd af kápu bókarinnar, skrifa um hana nokkur orð og hengja upp á veggina á Hólagangi, milli Hóla og Gamla skóla. Takmarkið er að þekja veggi gangsins með "bókinni minni" en þetta átak stendur fram að Degi íslenskrar tungu, sem er 16. nóvember.

Fleira er á döfinni varðandi lestur og bækur. Nemendur og starfsmenn hafa verið hvattir til að taka þátt í átakinu Allir lesa, í pípunum er hugmyndasamkeppni um bókaskápa í kennslustofur til þess að bækur verði sýnilegri og jafnframt eru í undirbúningi lestrarstundir, sem nánar verðu sagt frá síðar.

Á myndinni sést að Bókin mín er smátt og smátt að raða sér upp á veggina á Hólagangi.