Bókin mín
Bókin mín

Bókin mín var svolítið lestrarátak sem íslenskukennarar stóðu fyrir í tilefni að Degi íslenskrar tungu. Nemenedur og starfsfólk hengdu í nóvember upp á vegg á Hólagangi miða með kápusíðu bókar og nokkrum orðum um innihald hennar eða hvers vegna þetta var „bókin mín“. Þar kenndi ýmissa grasa, allt frá barnabókum til fagurbókmennta, símaskránni til stærðfræðikennslubóka og nánast allt sem rúmast þar á milli. Athygli vakti hve margir völdu enskar bækur sem bókina sína, annars voru bækurnar allar íslenskar eða þýddar á íslensku.

Í undirbúningi er annað átak, sem felur í sér að bækur verði sýnilegri í hversdagslífi skólafólks. Í því skyni var hleypt af stokkum samkeppni um bókastanda sem verið geta í kennslustofum.