- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Arnar Már Arngrímsson íslenskukennari við MA hlaut í kvöld verðlaun Norðurlandaráðs fyrir ungmennabók sína Sölvasögu unglings, sem kom út fyrir síðustu jól. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn.
Sölvasaga er fyrsta skáldsaga Arnars Más og miðað við hið fljúgandi start, afar góðar viðtökur hér heima og þessi verðlaun Norðurlandaráðs, má búast við feiri verkum frá hendi höfundar.
Menntaskólinn á Akureyri óskar Arnari Má hjartanlega til hamingju með þessa miklu viðurkenningu.
Hér má sjá umfjöllun Ríkisútvarpsins um verðlaunaveitinguna. http://ruv.is/frett/islensk-bok-faer-verdlaun-nordurlandarads