FER Borgum úthlutað
FER Borgum úthlutað

Nemendur á ferðamálakjörsviði málabrautar í 4. bekk fengu í gær úthlutað borgum í Evrópu til að kynna sér sérstaklega. Fimm þeirra verða stýrendur í ferðum til jafnmargra borga nú á vorönninni.

Þessir nemendur, tuttugu talsins, hafa næstu vikur til að kynna sér hver sína borg, í þýsku- og/eða frönskumælandi löndum, Þýskalandi, Frakklandi, Austurrííki, Sviss og Luxembúrg. Þann 18. mars næstkomandi fara þeir til útlanda. Ekki verður ljóst fyrr en þeir koma í Leifsstöð hvaða fimm borgir það eru sem farið verður til. Sá sem hefur tekið saman upplýsingar um valda borg er fararstjóri en fær með sér þrjá förunauta og saman hafa þeir það verkefni að safna efni í máli og myndum til kynningar á borgunum. Þegar heim kemur er verkefnið að gera kynningarmyndband og fara síðan með borgakynningar í grunnskóla.

Hér eru myndir frá því upplýst var í gær hvaða borgir eru í pottinum og hver fær að sjá um hverja þeirra. Enginn fær hins vegar að vita fyrr en lagt hefur verið af stað hvert farið verður. Spennan er mikil frá fyrsta degi, því það skiptir máli að vera með gott undirbúningsefni í höndunum þegar kemur að því að gera alvöru myndband.

.