Brandur Þorgrímsson nemandi í Menntaskólanum á Akureyri hlaut viðurkenningu fyrir árangur sinn á Ólympíuleikunum í eðlisfræði fyrir skemmstu. Kristinn Kristinsson úr Menntaskólanum á Egilsstöðum stóð sig best íslensku liðsmannanna.

Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í morgun, en þar er þess jafnframt getið að Brandur eigi kost á að fara á ný á Ólympíuleika í eðlisfræði, en hann var yngsti liðsmaður Íslendinga að þessu sinni. Morgunblaðið hefur eftir honum að hann vilji gjarnan komast næsta ár og hirða gullið.

.