María Sóllilja, Emelía Bergmann og Hildur Sigríður nýstúdentar
María Sóllilja, Emelía Bergmann og Hildur Sigríður nýstúdentar

Námsfyrirkomulagið í MA hefur breyst á þann hátt að nemendur hafa nú aukinn sveigjanleika í námstíma og geta lengt í námsferlinum t.d. um eina eða tvær annir. Þótt langflest brautskráist 17. júní þá er einnig brautskráningarathöfn í desember og er skemmtilegur viðburður í aðdraganda jóla. Að þessu sinni brautskráðust fjórir nemendur, Emelía Bergmann Valgeirsdóttir, Hildur Sigríður Árnadóttir, María Sóllilja Víðisdóttir og Sigmar Ernir Sigrúnar Ketilsson. Stúlkurnar náðu að mæta á athöfnina. Skólinn óskar þeim og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann.