Áhorfendur að efnafræðibrellum
Áhorfendur að efnafræðibrellum

Í dag var gerð fyrsta efnafræðibrella vetrarins, en efnafræðikennarinn, Henrik Cornelisson van de Ven, hefur tekið upp þann sið að verðlauna bekki fyrir góða frammistöðu með því að sýna þeim brellur.

Henrik byrjaði að kenna við MA í haust en hann lauk prófi í efnafræði frá HÍ sl. vor. Hann hefur verið í svonefndu Sprengigengi efnafræðideildar HÍ, sem hefur haldið sýningar á margvíslegum efnafræðitilraunum á háskólakynningum og við ýmis önnur tilefni, meðal annars á Menningarnótt í Reykjavík og á Akureyrarvöku nú í sumarlok.

Í dag brá hann út frá hefðbundinni kennslu með brellu sem hann lýsir svo: "Hún fjallaði um að blanda saman bórsýru og metanóli (sem í daglegu tali er kölluð tréspíri) og kveikja svo í gufunum með eldfimum afleiðingum. Loginn litast grænn vegna Bóresters sem myndast við hvarf Bórsýrunnar og metanólsins og dansar um í flöskunni í smástund. Þessi brella hefur verið á hverri einustu Sprengjugengissýningu."

Ekki er að spyrja að því að þessari brellu var vel tekið af áhorfendum.

.