- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í morgun fór fram brunaæfing í Menntaskólanum á Akureyri og fyrir skömmu var sams konar æfing á Heimavist MA og VMA. Býsna langt er síðan æfing af þessu tagi fór fram, en nauðsynlegt er á stórum vinnustað eins og MA er að fólk kunni að bregðast við ef vá ber að dyrum.
Æfingin gekk vel, rýming tók skamma stund og allt gekk fumlaust fyrir sig, engin örvænting greip um sig, hvorki hjá nemendum né kennurum. Allir söfnuðust saman á torginu og bílastæðinu fyrir ofan Möðruvelli og var einkar heppilegt hversu veðrið var gott. Eftir æfinguna tóku svo fulltrúar slökkviliðsins saman þau atriði sem þarf að skoða betur.
Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir tók nokkrar myndir þegar fólk hafði safnast saman úti. Þær eru fleiri á Facebook.