Brunnárhlaup var endurvakið miðvikudaginn 12. nóvember og var þáttur Menntaskólans á Akureyri í heilsuátaki í framhaldsskólum landsins, sem Menntamálaráðuneytið og Lýðheilsustöð höfðu frumkvæði að. Brunnárhlaup er reyndar gömul hefð í MA, en hefur síðustu árin verið nokkuð óreglulega hlaupið. Í nokkur ár var hlaupið keppni milli framhaldsskólanna á Akureyri, en það lagðist af fyrir nokkru.

Íþróttakennarar MA hvöttu til þess að endurverkja Brunnárhlaup sem heilsuátak MA. Þátttaka var nokkuð misjöfn eftir bekkjum. Best var hún í 1. bekk, en 88% þeirra hlupu, 39% nemenda annars bekkjar, 45% þriðjubekkinga og 25% fjórða bekkjar. Nokkrir kennarar tóku einnig þátt í hlaupinu.

2. bekkur T hlaut viðurkenningu fyrir 100% þátttöku, en nemendur 3. bekkjar U tóku allir þátt í hlaupinu sem á landinu voru, nokkrir bekkjarfélagar þeirra voru á ferð í Þýskalandi þegar hlaupið var. Lengstu vegalengd samanlagt hljóð 1. bekkur E, 64 kílómetra.

Fyrstu sæti og tímar:
KVK:
1.    Linda Björk Valbjörnsdóttir 1F  16:53 mín.
2.    Stefanía Árdís Árnadóttir 1E   23:30 mín.
3.    Auður Svansdóttir 3G    25:50 mín.

KK:
1. Bjarki Gíslason 4U   16:10 mín.
2. Arnar Logi Valdimarsson 2Y   16:20 mín.
3. - 4. Barði Benediktsson 1D   16:27 mín.
3. - 4. Kristján Godsk Rögnvaldsson 4T  16:27 mín.

Kennarar
1. Þorlákur Axel Jónsson    17:52 mín. en hann hljóp annan hring og var þá  21:44 mín.
2. Stefán Þór Sæmundsson    19:25 mín.
3. Sigríður Steinbjörnsdóttir    21:46 mín.
4. Margrét Kristín Jónsdóttir     23:30 mín.

.