- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Brunnárhlaupið verður haldið miðvikudaginn 28. september. Leiðin er u.þ.b. 4 km löng og liggur suður Þórunnarstræti, niður Miðhúsabraut, norður Aðalstræti og upp Spítalastíg heim að skóla.
Hringt verður á sal kl. 11:00 og öll boðuð út á bílaplanið norðan við Gamla skóla. Upphitun verður frá kl. 11:05 og hlaupið hefst kl. 11:15.
Reiknað er með þátttöku allra nemenda skólans og starfsmanna sem mögulega geta tekið þátt.
Hægt er bæði að ganga og hlaupa og tekin verður mæting þegar komið er í mark.
Verðlaun eru veitt fyrir þann bekk sem mætir best í hlaupið (prósentuhlutfall). Einnig eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í stelpu- og strákaflokki.
Kennsla hefst svo aftur kl. 13:05.
Hlaupið er hluti af evrópsku hreyfivikunni.