- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Brynjar Karl Óttarsson sögukennari í MA er mikill áhugamaður um veru hermanna hér á svæðinu í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hefur gefið út nokkra þætti í hlaðvarpsþáttaröð sem ber heitið Leyndardómar Hlíðarfjalls og fjallar um dvöl setuliðsins í Eyjafirði. Nýverið bættust við tveir nýir þættir um ungan bandarískan flugmann, John G. Kassos, sem fórst með orrustuvél ameríska flughersins á Melunum. Brynjar og fleiri áhugamenn um málið hafa leitað og fundið minjar um slysið og hann hefur líka sökkt sér ofan í málið og fundið allskyns áður óbirtar heimildir sem þættirnir byggja á. Bróðurdóttir flugmannsins hefur fylgst með rannsókn Brynjars og hefur ákveðið að koma til landsins ásamt fjölskyldu sinni síðar í haust. Þann 25. ágúst voru 80 ár liðin frá slysinu og þá stóð Brynjar fyrir minningarathöfn um flugmanninn.
Hér má t.d. sjá umfjöllun RUV um flugslysið og þætti Brynjars.
Hér er hægt að hlusta á þættina og þess má geta að sonur Brynjars, Óttar Örn, semur þematónlist þáttanna.