Busavígsla 2009
Busavígsla 2009

Busavígsla fór fram í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Meirihluti athafnarinnar fór fram innanhúss, í Kvosinni, en að hluta fór hún fram utanhúss, þótt ekki viðráði sérstaklega vel.

Verðandi nýnemar máttu skrautlega búnir sitja undir ræðu fjórðubekkinga, fluttu síðan fjölmörg dans- og skemmtiatriði, fóru í þrauta- og ratleik um skólahúsin og skólalóðina og loks var dregið í dilka úti, enda þó svolítið rigndi, þvert á þurrviðri og hlýindi undanfarinna daga.

Í kvöld er busaball í Kvosinni og busarnir orðnir nýnemar. Ró færist yfir skólalífið og kennsluna eftir uppbrot fyrstu dagana.

.