- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Busavígsla er í dag. Nemendur 1. bekkjar hætta þar með að vera busar og verða upp frá því menntaskólanemar. Mikið er um að vera í Kvosinni fyrir hádegi og hluti af vígslunni er að busar sýni listir sínar á sviði. Síðan má búast við að leikurinn berist út fyrir hússins dyr í haustblíðuna.
Fjórðubekkingar hafa undirbúið busavígsluna og eigna sér fyrstubekkinga, þjálfa þá og stýra þeim í gegnum daginn. Öllu þessu lýkur á Busaballi sem er í Kvosinni í kvöld en þar mun MeissDarrinn sjá um að hrista liðið saman. Busaballið er ein af áfengis- og vímefnalausum samkomum nemenda og hefur farið afar vel fram á undanförnum árum.
Nokkrar myndir frá busavígslunni í Kvosinni eru á Facebook síðu skólans.