- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Dagur evrópskra tungumála er haldinn hátíðlegur 26. september ár hvert. Í MA er þessi dagur í hávegum hafður enda mikil áhersla lögð á tungumálanám. Eins og við vitum þá opna tungumál dyr að heiminum og tengja okkur öll saman. Í tilefni dagsins lögðu nemendur skólans sitt af mörkum til að búa til tungumálatré sem endurspegla uppáhaldsorðin þeirra á þeim tungumálum sem kennd eru hér í MA. Margir nemendur í MA eiga annað móðurmál en íslensku og þau völdu sitt uppáhaldsorð á því máli. Svavar Knútur söngvaskáld heimsótti skólann í dag og skemmti nemendum með spjalli og söng um tungumál og gildi þeirra. Í lokin kíkti söngvaskáldið á tungumálatré MA og bætti við sínum uppáhaldsorðum á þýsku: Weltschmerz, Wanderlust, Waldeinsamkeit. Hann bætti svo við Klugzeug sem er reyndar nýyrði á þýsku sem Svavar Knútur vonar að skjóti rótum í tungumálinu. Gaman er að geta þess að uppáhaldsorð söngvaskáldsins á íslensku er veðurtepptur og þá helst á Hólmavík. Takk fyrir komuna Svavar Knútur!
Hildur Hauksdóttir