- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag er daguri íslenskrar tungu. Davíð Stefánsson skáld og rithöfundur kom í heimsókn á Sal og talaði við nemendur um íslenskt mál og gildi þess fyrir nútímafólk. Hann lagði áherslu á að allir sýndu það þor og þá áræðni að lesa mikið, nota íslenskt mál og skrifa mikið. Það skipti ekki öllu máli að allt væri samkvæmt reglum á einhverju gullaldarmáli, meginatriðið væri að í hverjum einstaklingi byggi sköpunarmáttur og hann þyrfti að rækta. Allir ættu fullan rétt á því að nota málið.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn í minningu Jónasar Hallgrímssonar skálds og orðasmiðs og reyndar er hann líka fæðingardagur Jóns Sveinssonar Nonna. Dagskrár eru í tilefni dagsins haldnar um allt land og á vef Stofnunar Árna Magnússonar er meðal annars vikið að ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu.
Myndin er af Davíð Stefánssyni í Kvosinni í morgun.