Gulir miðar á Degi íslenskrar tungu
Gulir miðar á Degi íslenskrar tungu

Upp er runninn Dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni hafa nemendur Menntaskólans á Akureyri fest gula miða á glerveggi bókasafns skólans. Þar hafa þeir skrifað örstuttar hugleiðingar um það sem á þeim brennur, pælingar um lífið og tilveruna og á stundum vitnanir í annarra manna verk. Miðarnir eru nafnlausir.

Skólameistari greip nokkra gula miða af bókasafnsveggnum og las þá upp í löngu frímínútum:

  • Sál menntskælings deyr í hverri próftíð
  • Aukaverkanir próftaflna: kvíði, stress, ógleði og minnisleysi
  • Lífið er eins og hornaföll, þú getur aldrei munað allar reglurnar
  • Ég diffra til að gleyma
  • Þegar ég verð stór verð ég ekki lítill lengur
  • Ef allir gengju í sömu átt myndu engir mætast (Elías Mar)
  • Ef þú gengur þröngsýnn niður gang lífsins gengurðu framhjá dyrum möguleikanna
  • Mikilvægustu hlutirnir í lífinu eru ekki hlutir
  • Ég hef aldrei skilið tilganginn með að skilja tilganginn...
  • Að vera blindur er eins og að sjá með vísifingri
  • Við sjáum hlutina ekki eins og þeir eru heldur eins og við erum.


Gulu miðarnir verða geymdir og úrval þeirra skráð í sögu skólans - það sem nemendum var efst í huga á Degi íslenskrar tungu 2012.