- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Upp er runninn Dagur íslenskrar tungu. Að því tilefni hafa nemendur Menntaskólans á Akureyri fest gula miða á glerveggi bókasafns skólans. Þar hafa þeir skrifað örstuttar hugleiðingar um það sem á þeim brennur, pælingar um lífið og tilveruna og á stundum vitnanir í annarra manna verk. Miðarnir eru nafnlausir.
Skólameistari greip nokkra gula miða af bókasafnsveggnum og las þá upp í löngu frímínútum:
Gulu miðarnir verða geymdir og úrval þeirra skráð í sögu skólans - það sem nemendum var efst í huga á Degi íslenskrar tungu 2012.