Sögðu frá Jónasi og lásu ljóð.
Sögðu frá Jónasi og lásu ljóð.

Dagur íslenskrar tungu er í dag og að því tilefni var hringt á Sal. Nemendur fluttu dagskrá og sýnd voru fjölmörg myndskot sem svör við spurningunni hvort íslenska skipti okkur máli. Dagskráin var í umsjá íslenskukennara undir dyggri stjórn fagstjórans, Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur.

Ásthildur Ómarsdóttir, Bergþóra Huld Björgvinsdóttir og Edda Sól Jakobsdóttir fluttu stutta samantekt um Jónas Hallgrímsson og lásu ljóð eftir hann. Birkir Blær Óðinsson söng tvö lög og lék á gítar. Jón Hallmar Stefánsson, Stefán Elí Hauksson og Sölvi Halldórsson lásu frumsamin ljóð. Kolfinna Frigg Sigurðardóttir og Diljá Ingólfsdóttir samlásu frumsamið ljóð. Margrét Egilsdóttir og Rán Ringsted sungu tvö lög við gítarundirleik Margrétar.

Inn á milli var skotið inn stuttum svörum fjölmargra lista- og fjölmiðlamanna sem svör við spurningunni "Skiptir íslenska okkur máli?" Það voru Jón Jósep Snæbjörnssopn, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Gunnar Benediktsson, Birgitta Haukdal, Stefán Jakobsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Vilhelm Anton Jónsson, Guðrún Dís Emilsdóttir, Andri Freyr Viðarsson, Ævar Þór Benediktsson og Atli Sigþórsson.

Þetta var fjölbreytt dagskrá og afar vel tekið af áheyrendum.

Fleiri myndir eru á Facebook.