Hópurinn sem stóð að dagskrá Dags íslenskrar tungu með verkum Steins Steinars 17. nóvember 2008
Hópurinn sem stóð að dagskrá Dags íslenskrar tungu með verkum Steins Steinars 17. nóvember 2008

Í tilefni að Degi íslenskrar tungu, sem var í gær, sunnudag, fluttu nemendur nú í morgun dagskrá í tali og tónum og minntust þess að öld er liðin frá fæðingu Steins Steinars, skálds. Hringt var á sal klukkan 9 og í upphafi flutti Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari hugvekju í tilefni dagsins, þar sem hún hvatti nemendur meðal annars til að rækta með sér íslenskt mál, ekki síst með því að lesa mikið af góðum bókum.

Að lokinni hugleiðingu Sigurlaugar Önnu var dagskrá sem nemendur höfðu saman sett, þar sem lesin voru ljóð Steins, flett upp í greinum og viðtölum við hann og sungin lög úr ljóðasöfnum hans. Þetta vara afar vönduð og vel flutt dagskrá og eftirminnileg stund í tilefni dagsins.

.