- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Haldið er upp á alþjóðlegan dag stærðfræðinnar föstudaginn 14. mars 2025. Dagsetningin er engin tilviljun því hún tengist tölunni pí (3,14) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar.
Þemað í ár er stærðfræði, listir og sköpun (e. Mathematics, art, and creativity).
Stærðfræði er lykilgrein í Menntaskólanum á Akureyri, minnst taka nemendur 15 einingar í kjarna og upp í 30 einingar. Auk þess er boðið upp á stærðfræði sem valgrein. Á vorönn er t.d. kennd línuleg algebra og hagnýt stærðfræði fyrir náttúrufræðibrautir í vali.
Í dag er Ratatoskur, opnir dagar í MA, og því aðeins hefðbundin kennsla til kl. 10 en í tilefni Dags stærðfræðinnar bjóða Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Valdís B. Þorsteinsdóttir stærðfræðikennarar upp á vinnubúðir í stærðfræði.