- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í morgun komu í heimsókn rúmlega 20 danskir nemendur með tveimur kennurum sínum, en þeir eru í stuttri ferð hingað til lands. Þeir eru úr Menntaskólanum í Randers á Jótlandi. Þeir komu norður í gær og dvelja hér í dag en fara aftur suður á morgun og þaðan heim. Í heimsókn sinni hingað hittu þeir nemendur á ferðamálakjörsviði 3. bekkjar og áttu sameiginega kynnisstund í skólanum og fóru í gönguferð um bæinn. Að lokinni samveru með nemendum MA lá leið Dananna upp í Verkmenntaskóla.
Randers er vinabær Akureyrar og gagnkvæmar heimsóknir, sérstaklega ungs fólks, hafa verið tíðar, en oft og iðulega hafa Menntaskólinn í Randers og Menntaskólinn á Akureyri tengst vinaböndum með heimsóknum bæði nemenda og kennara.