Frá ljómyndasýningu FÁLMA í nóvember 2009
Frá ljómyndasýningu FÁLMA í nóvember 2009

Gömlu dansarnir eru ævinlega vinsælir á Árshátíð MA. Íþróttakennarar skólans gefa nemendum kost á að læra og æfa gömlu dansana dagana fyrir árshátíð. Í dag voru Unnar Vilhjálmsson og Ingibjörg Magnúsdóttir með góða hóp nemenda í ýmsum bekkjum á dansæfingu í Kvosinni. Þar var farið í vals, skottís, kokkinn og heilmarga aðra gamla dansa. Gömlu dansarnir eru ævinlega á efri hæði Íþróttahallarinnar meðan stórhljómsveitir eru í stóra salnum.

Árshátíð MA verður á föstudagskvöld. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikur og nú verður Höllinni breytt í fagurskreyttan samkomusal þar sem nemendur, kennarar, starfsfólk og gestir gleðjast við mat og viðamikla skemmtidagskrá. Sálin hans Jóns míns leikur svo á árshátíðarballinu en eyfirskir harmonikkuleikarar sjá um snúningana á efri hæðinni.

.