Ofurmennin reiðubúin
Ofurmennin reiðubúin

Í dag var Dimissio. Hjá burtfararnemendum byrjaði dagurinn á því að setjast á Sal í Gamla skóla og syngja af hjartans lyst við undirleik Bjarna Karlssonar, nýkjörins formanns Hugins. Fjórðubekkingar voru því næst kvaddir með athöfn yngri nemenda, fyrstubekkingar báru þá út úr húsi þar sem þeir urðu að ganga blauta þrautabraut. Síðan drifu þeir sig í Dimissiobúninga og í stað hins hefðbundna pylsugrills komu Mötuneytissnillingarnir með súpu og fleira góðgæti í Kvosina. Hann hékk  ekki alveg þurr.

Eftir að hafa kvatt fjölda kennara í Kvosinni héldu dimittendar á traktorsvögnum um bæinn og kvöddu kennara sem voru heima og skrölluðu eitthvað í miðbænum. Um kvöldið var svo samsæti þeirra og kennara í Kvosinni undir stjórn stjórnar Hugins. Þar var líka fjölbreytt dagskrá og ljúf en kannski líka svolítið tilfinningaþrungin kennd. Þetta er áþreifanlegt skref í áttina að því að yfirgefa skólann sem hefur verið mótunarstaðurinn í fjögur ár og jafnvel meira. Og svo taka prófin við á mánudag.

Hér eru myndir af bekkjunum í Dimissiobúningunum.

Hér eru myndir af því þegar fjórðubekkingar sungu sitt síðasta og lentu síðan í bleytutíð.