- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Dimissio var í dag. Stúdentsefnin, fjórðubekkingar, voru send úr skóla, fór síðan og kvöddu kennara og um kvöldið var kaffisamsæti Hugins í Kvosinni.
Fyrst af öllu var hinn hefðbundni allrasíðasti söngsalur á Sal í Gamla skóla. Að því loknu voru fjórðubekkingar bornir út úr skóla í gullstól, en fyrstubekkingar sáu um þann þatt. Þá var mikil þrautabraut með vatnsgangi á blettinum að húsabaki Gamla skóla, í umsjá stjórnar Hugins og ÍMA með dyggri aðtoð margra annarra. Því næst fóru fjórðubekkingar í búninga, fengu sér pylsur hjá kokkunum í Mötuneytinu og kvöddu mikinn hluta kennara og starfsfólks í Kvosinni. Því næst var farið á vögnum um bæinn og kennarar sóttir heim og kvaddir. Loks var farið um Miðbæinn. En allt tekur enda og upp úr kvöldmatarleytinu hófst hefðbundin Dimissio-kvölddagskrá með veitingum og kveðjudagskrá.
Mánudagurinn næsti er opinn dagur þar sem kennarar sitja fyrir svörum nemenda en próf hefjast á þriðjudag.