Hann snjóar á síðasta skóladegi. Dimissio er í dag og viðrar ekki til útileikja. Fjórðubekkingar sungu sér til hita á Sal í Gamla skóla og voru síðan bornir til þrautagöngu í Kvosinni. Í stað þrautabrautar sem jafnan er höfð úti hafði Íþróttafélag MA útbúið braut í Kvosinni. Þangað báru fyrstubekkingar burtfararnemendur og stjórn ÍMA og Hugins stýrði þrautagöngunni með dyggri aðstoð annarra nemenda. Úr þessu varð ágætis gaman.

Nemendur ætla að fara á traktorum og vögnum og kveðja kennara eftir hádegið og allmargir verða kvaddir í Kvosinni, en veður er með eindæmum óheppilegt til útiveru og vonandi tekur þessi hríðarför ekki mjög langan tíma. Próf hefjast á mánudag.

Myndir má sjá á Facebooksíðu MA