Úrslitakeppnin í efnafræði fór fram í Reykjavík um helgina. En ekki bara í Reykjavík. Til að gera langa sögu stutta var snarvitlaust veður um allt land svo piltarnnir okkar komust hvorki lönd né strönd. Því var brugðið á það ráð, sem ekki hefur verið reynt fyrr, að keppnin var haldin á tveimur stöðum, fyrir sunnan og hér fyrir norðan.

Tveir nemendur okkar höfðu unnið sér rétt til þátttöku í lokakeppninni, Atli Fannar Franklín og Snæþór Aðalsteinsson. Snæþór tók þá ákvörðun að halda ekki áfram, en í hans stað kom sá sem næstur var, bekkjarbróðir hans, Stefán Ármann Hjaltason.

Drengirnir stóður sig vel í keppninni sem var fræðileg á laugardag en verkleg á sunnudag. Endanleg úrslit keppninnar svo og það hverjir komast í Ólympíuliðið kemur ekki í ljós fyrr en um eða eftir miðja viku.

Efnafræðikeppnin