Tíðindamaður Ríkisútvarpsins, Pétur Halldórsson, var í Kvosinni þegar KEMA, sprengiflokkur efnafræðinema við MA, sýndi listir sínar á miðvikudaginn og tók viðtal við tvo nemendur að því loknu, Agnesi Evu Þórarinsdóttur og Barða Benediktsson, og útvarpaði á Rás 1.

Frásögnin af sýningunni og viðtalið við Agnesi og Barða var í þættinum Tilraunaglasinu og má heyra hér (http://www.ruv.is/sarpurinn/tilraunaglasid/23032012) - þetta byrjar á 4. mínútu og lýkur þegar 18 mínútur eru liðnar af þættinum.