Á efnafræðiráðstefnu í Kvosinni
Á efnafræðiráðstefnu í Kvosinni

Í dag standa nemendur í 3. bekk TX og U fyrir ráðstefnu í Kvosinni og fjalla þar um E-efnin svokölluðu. Út er gefinn bæklingur með samantekt um efnin og hann er á íslensku og ensku.

Þegar að er gáð eru E-efnin margvísleg og röð og heiti fyrirlestranna er sem hér segir:

  • Litarefni (E100-E199)
  • Rotvarnarefni (E200-E299)
  • Andoxunarefni og sýrustillar (E300-E399)
  • Bindi- þykkingar og ýruefni (E400-E499)
  • Sýrustillar og kekkjavarnarefni (E500-E599)
  • Bragðaukandi efni (E600-E699)
  • Ýmis önnur efni (E900-E999)
  • Viðbótarefni (E1000-E1500)

Ráðstefnan er opin öllum sem leið eiga um og gestum er boðið að þiggja léttar veitingar.