Nemendur í þriðja bekk á náttúrufræði- og eðlisfræðibraut standa fyrir ráðstefnu um efnafræði í Kvosinni á þriðjudaginn kemur, 13. desember, klukkan 13.05-16.05.

Þetta er í annað sinn sem nemendur efna til ráðstefnu af þessu tagi í stíl við efnafræðiráðstefnur á alþjóðlega vísu. Þeir taka fyrir margvísleg viðfangsefni um e-efni og útbúa kynningar og fyrirlestra um þau jafnt á íslensku og ensku. Utan um ráðstefnuna heldur nefnd sem skipuleggur samkomuna, útbýr dagskrá og stýrir henni og svo framvegis.

Auk þess að bjóða upp á spennandi kynningar og fyrirlestra munu nemendur bjóða upp á léttar veitingar í Kvosinni meðan á ráðstefnunni stendur.

Það verður fróðlegt að líta í Kvosina eftir hádegi á þriðjudag og sjá eitthvað af því fræðandi efni sem þar verður fjallað um.