Verðlaunahafarnir þrír ásamt enskukennurum í MA
Verðlaunahafarnir þrír ásamt enskukennurum í MA

Á jólasal í dag nýtti enskudeild MA tækifærið til að verðlauna þrjú efnileg skáld. Hin árlega smásögusamkeppni Félags enskukennara á Íslandi stendur nú yfir og eins og undanfarin ár sendir MA inn efnilegar smásögur. Þetta árið var brotið blað þar sem metfjöldi smásagna barst og sigurvegararnir reyndust allir koma úr hópi nýnema við skólann. Þemað var FAKE sem mátti útfæra hvernig sem nemendum datt í hug. Skáldin þrjú eru í stafrófsröð Kolbrá Kría Birgisdóttir 1T, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir 1F og Sóley Inga Sigurðardóttir 1F. Sögur þeirra halda nú áfram í landskeppnina þar sem úrslit verða kunngjörð snemma á nýju ári.
Stúlkurnar þrjár eru svo sannarlega vel að þessu komnar og fá innilegar hamingjuóskir frá enskudeild MA. Að lokum viljum við hvetja alla þá nemendur sem sendu inn sögu að halda áfram að skrifa, keppnin verður á sínum stað að ári.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skáldin efnilegu ásamt enskukennurum. Fremri röð frá vinstri: Kolbrá Kría Birgisdóttir, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir og Sóley Inga Sigurðardóttir. Aftari röð frá vinstri: Maija Kaarina Kalliokoski, Ghasoub Abed, Hildur Hauksdóttir og Ágústína Gunnarsdóttir.

Hildur Hauksdóttir og enskudeild MA.