- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kvosin klæddist sparifötunum í kvöld þegar Söngkeppni MA 2021 fór fram. Sannkallað augna- og eyrnakonfekt fyrir þá sem voru á staðnum og þann stóra hóp áhorfenda sem fylgdist með keppninni í beinni útsendingu á youtube-rás Hugins.
Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta atriðið að mati áhorfenda. Úrslit urðu með eftirfarandi hætti:
Sigurvegari kvöldsins var Eik Haraldsdóttir. Hún flutti lagið Like a star með Corinne Bailey Rae.
Annað sæti hreppti Jóna Margrét Guðmundsdóttir með lagið Alone. Hljómsveitin Heart gerði lagið vinsælt á sínum tíma.
Í þriðja sæti urðu félagarnir Þormar Ernir Guðmundsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson. Þeir fluttu frumsamið lag, Haltu mér, slepptu mér.
Vinsælasta atriði kvöldsins var flutningur á laginu When I was your man með Bruno Mars. Flytjendur voru Einar Ingvarsson, Hreinn Orri Óðinsson, Kári Gautason og Örvar Óðinsson.
Úrslitin þýða að Eik Haraldsdóttir verður fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2021. Við óskum henni og öllum sem tóku þátt í þessari glæsilegu sýningu, til hamingju með afraksturinn.