Sungið í Kvosinni
Sungið í Kvosinni

Í gær var dagur baráttu gegn einelti og vakin athygli á því um allt land. Skólameistari kallaði nemendur á Sal og rifjaði upp með þeim afstöðu skólasamfélags okkar til eineltis. Hann hvatti nemendur til að rifja upp stefnu og áætlun skólans um einelti og viðbrögð við því á vef skólans. Þar segir í upphafi:

Einelti er ekki liðið við Menntaskólann á Akureyri. Komi upp grunur um einelti innan skólans er tekið á þeim málum og er það sett í ákveðið ferli (sjá viðbragðsáætlun).
Markmið eineltisáætlunar:
•    að til sé skilvirkt ferli sem fylgt er þegar upp koma ábendingar um hugsanlegt eða staðfest einelti
•    að ferli eineltismála sé öllum þeim sem að skólasamfélaginu koma ljóst og upplýsingar um það séu aðgengilegar
•    að vera forvarnaráætlun
•    að stuðla að jákvæðum samskiptum

Til þess að sýna í verki vinsamlega samveru í tilefni dagsins báðu nemendur skólameistara um að fá að hafa söngsal og það var veitt. Sungið var af list í Kvosinni í eina kennslustund, og þar var myndin tekin.